miðvikudagur, janúar 21, 2009
Rauð Gen?
Vildi bara benda fólki á að ég á sætustu frænku í heimi.
Systurdóttir mín, Freyja, er orðin rauðhærð samkvæmt nýjustu myndum.
Ég er skyld rauðhausi.
Vá hvað ég vona að hún sé örvhent líka.
Múhahahha.
Litla Ástralíu fjölskyldan ætlar að koma í heimsókn á Krepplandið eftir nokkra mánuði.
Þá get ég byrjað að leggja frænku í grimmt einelti.
Annars held ég að ekki einu sinni ég geti böggað svona mikla dúllu. Rauðhærð og örvhent eður ei.
Ehhh...
Ég er ekki búin að vera að gera rassgat.
Nema að læra ákveðinn greini í þýsku teljist með.
Svo átti ég líka að lesa upp grein í ensku fyrir framan bekkinn.
Þá kom jarðskjálfti eða eitthvað því ég byrjaði að hristast á fullu þegar ég byrjaði að lesa.
Þar af leiðandi gat ég ekki lesið á blaðið mitt vegna þess að það var á fleygi ferð.
Ég þurfti að leggja það frá mér svo að fólk myndi ekki halda að ég væri að fá flogakast og sagði frá hjónabandi Fionu og Clives eftir minni.
Minni mitt brást mér.
I've lost my mojo.
Esther rafvirkjanemi og snillingur í alla staði er tveggja tuga gömul í dag.
Ég á nýjan díler.
Vúhú.
tisa at 10:25
4 comments